Íslenski boltinn

Sjáðu fimm bestu mörk sumarsins

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ída Marín Hermannsdóttir (t.h.) á eitt af mörkum tímabilsins.
Ída Marín Hermannsdóttir (t.h.) á eitt af mörkum tímabilsins. Vísir/Vilhelm

Bestu mörkin völdu fimm bestu mörk tímabilsins í Bestu deild kvenna í lokaþætti sumarsins sem var eftir lokaumferð deildarinnar á laugardag.

Íslandsmeistarar Vals eiga þrjú af fimm bestu mörkunum og þá hafa tveir af leikmönnunum fimm sem eiga bestu mörkin farið af landi brott.

Mörkin fimm í tímaröð eru eftirfarandi: Ída Marín Hermannsdóttir fyrir Val gegn KR í fimmtu umferð, Hildur Antonsdóttir fyrir Breiðablik gegn Selfossi í 8. umferð, Bryndís Arna Níelsdóttir fyrir Val gegn Þór/KA í 11. umferð, Danielle Marcano fyrir Þrótt gegn ÍBV í 13. umferð og loks Cyera Hintzen fyrir Val gegn Breiðabliki í 15. umferð.

Sjá má mörkin fimm í spilaranum að neðan.

Klippa: Bestu mörkin: Mörk ársinsFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.