„Erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 10:31 Erik ten Hag ætlar ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Erling Braut Haaland. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Erki ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að sínir menn geti sigrað Englandsmeistara Manchester City er liðin mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann segir einnig að liðið ætli ekki að einbeita sér eingöngu að því að stöðva norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland. Haaland hefur fengið fljúgandi start í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað 11 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins. Liðið hefur í heildina skorað 23 mörk og er Norðmaðurinn því búinn að skora tæplega 48 prósent marka liðsins. Leikmaðurinn mun að öllum líkindum þurfa að kljást við Lisandro Martinez og Raphael Varane í vörn United-liðsins. Tvímenningarnir hafa náð vel saman undir stjórn hollenska þjálfarans Erik ten Hag í seinustu leikjum þar sem United hefur unni fjóra deildarleiki í röð. Ten Hag ætlar þó ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Haaland á morgun, enda sé heilt lið sem tekur á móti þeim en ekki bara þessi eini leikmaður. "We don't play against Haaland, we play against Man City."Erik ten Hag says Manchester United have the belief they can beat their rivals on Sunday 👀 pic.twitter.com/1IC9cA7dme— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2022 „Við erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í gær. „Þeir eru með lið. Þeir eru með meira en 11 leikmenn, en við erum sannfærðir um það sem við getum gert og ef við spilum eins og lið, með og án bolta, þá getum við unnið leiki sem þennan.“ „Við verðum að trúa því þegar við stillum liðinu upp, þegar leikurinn hefst og í allar 90 mínúturnar sem leikurinn er í gangi,“ sagði Hollendingurinn að lokum. Manchester United heimsækir nágranna sína í Manchester City á morgun klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Englandsmeistarar Manchester City sitja í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, fimm stigum meira en United sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira
Haaland hefur fengið fljúgandi start í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað 11 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins. Liðið hefur í heildina skorað 23 mörk og er Norðmaðurinn því búinn að skora tæplega 48 prósent marka liðsins. Leikmaðurinn mun að öllum líkindum þurfa að kljást við Lisandro Martinez og Raphael Varane í vörn United-liðsins. Tvímenningarnir hafa náð vel saman undir stjórn hollenska þjálfarans Erik ten Hag í seinustu leikjum þar sem United hefur unni fjóra deildarleiki í röð. Ten Hag ætlar þó ekki að einblína einungis á það verkefni að stöðva Haaland á morgun, enda sé heilt lið sem tekur á móti þeim en ekki bara þessi eini leikmaður. "We don't play against Haaland, we play against Man City."Erik ten Hag says Manchester United have the belief they can beat their rivals on Sunday 👀 pic.twitter.com/1IC9cA7dme— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2022 „Við erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í gær. „Þeir eru með lið. Þeir eru með meira en 11 leikmenn, en við erum sannfærðir um það sem við getum gert og ef við spilum eins og lið, með og án bolta, þá getum við unnið leiki sem þennan.“ „Við verðum að trúa því þegar við stillum liðinu upp, þegar leikurinn hefst og í allar 90 mínúturnar sem leikurinn er í gangi,“ sagði Hollendingurinn að lokum. Manchester United heimsækir nágranna sína í Manchester City á morgun klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Englandsmeistarar Manchester City sitja í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki, fimm stigum meira en United sem situr í fimmta sæti.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira