Erlent

Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar í Suður-Karólínu eru þegar byrjaðir að finna fyrir flóðum.
Íbúar í Suður-Karólínu eru þegar byrjaðir að finna fyrir flóðum. AP/Alex Brandon

Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar.

Tölur um fjölda látinna í kjölfar Ians eru enn á reiki en samkvæmt AP fréttaveitunni hafa sjö dauðsföll verið staðfest. Embættismenn búast þó við því að þeim muni fjölga. Minnst þrír dóu á Kúbu.

Veðurstofa Bandaríkjanna segir að Ian muni ná landi í kvöld en þegar er mikill vindur og rigning á svæðinu. Búist er við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 2,1 metra og að allt að tuttugu sentímetra rigning muni fylgja fellibylnum.

Björgunarsstörf eru komin af stað í Flórída og er unnið að því að koma þúsundum sem hafa setið föst á heimilum sínum til bjargar. Einn þeirra sem vitað er að dó var 67 ára maður en hann var að bíða eftir björgun en lögregluþjónar náðu ekki til hans vegna flóða.

Meðal þeirra byggða sem Ian fór hvað verst með er Fort Myers. Þar eru heimili og hús nærri strandlengjunni rústir einar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×