Erlent

Ian gæti orðið sá mann­skæðasti í sögu Flórída

Árni Sæberg skrifar
Biden ávarpaði þjóð sína frá höfuðstöðvum Almannavarna Bandaríkjanna, FEMA.
Biden ávarpaði þjóð sína frá höfuðstöðvum Almannavarna Bandaríkjanna, FEMA. Evan Vucci/AP

Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 

Fellibylnum hafa fylgt gríðarleg flóð svo fólk hefur verið innlyksa í húsum sínum. Staðfest er að einn er látinn en óttast er talan sé mun hærri. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að bandaríska þjóðin væri í sárum, þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Hann sagði að óttast væri að Ian muni reynast mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Þá sagði forsetinn að hann myndi heimsækja Flórída þegar það verður öruggt.

Ian hefur fellt gríðarlegan fjölda húsa líkt og um strá væri að ræða.Wilfredo Lee/AP

AP fréttaveitan hefur eftir Carmine Marceno, lögreglustjóranum í Lee-sýslu í Flórída að íbúar sýslunnar hringdu eftir aðstoð lögreglu í þúsundatala. Hann óttast að fjöldi látinna verði talinn með þriggja stafa tölu þegar yfir lýkur. „Þetta kremur okkur. Við höfum ekki enn komist að öllum þeim sem óskað hafa eftir aðstoð,“ segir hann.

Vísir tók í dag saman myndskeið sem sýna hversu gríðarlegri eyðileggingu Ian hefur valdið í Flórída:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×