Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 09:05 Íbúi á Delray-strönd á Flórída hjólar fram hjá skemmdum bílum og braki sem fellibylurinn Ian skildi eftir sig. AP/Carline Jean/South Florida Sun-Sentinel Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. Ian var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land á Flórída með vindhraða upp á 67 metra á sekúndu. Hann var þá fimmti öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna hvað varðar vindhraða. Seint í gærkvöldi hafði dregið úr krafti bylsins sem var þá kominn niður á fyrsta stig. Hann stefnir nú út á Atlantshafið. Ekki er vitað um mannskaða í Bandaríkjunum af völdum Ians en bátur með flóttamönnum frá Kúbu sökk í óveðrinu austur af Key West í gær. Bandaríska strandgæslan leitaði að 23 og fann þrjár manneskjur. Fjórum öðrum tókst að synda í land á Stock-eyju rétt austan við Key West. Enn er leitað að allt að tuttugu flóttamönnum úr lofti. Mikil sjávarflóð fylgdu fellibylnum. Flóðvatn fyllti meðal annars neðri hæð bráðamóttöku sjúkrahúss í Port Charlotte á vesturströnd Flórída og vindur reif hluta af þakinu á gjörgæsludeild þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyddist starfsfólk sjúkrahússins til þess að færa veikustu sjúklinga sína þar sem vatn flæddi inn á gjörgæsludeildina. *RARE* first person view of storm surge. This camera is 6 feet off the ground on Estero Blvd in Fort Myers Beach, FL. Not sure how much longer it keeps working. You ll see it live only on @weatherchannel #Ian pic.twitter.com/WwHtvgVxjY— Mike Bettes (@mikebettes) September 28, 2022 Í nágrannabænum Fort Myers bárust lögreglu símtöl frá fólki sem var fast inni í húsum sem flætt hafði inn í. Einnig bárust tilkynningar um áhyggjufullum aðstandendum fólks sem býr á flóðasvæðunum. Nær öll heimili og fyrirtæki í þremur sýslum misstu rafmagn vegna veðurofsans, alls um tvær milljónir talsins. Hamförunum er þó ekki lokið á Flórída. Búist er við því að sjávarflóð gæti náð tveimur metrum á norðausturströnd ríkisins í dag. Fellibylsviðvörun er enn í gildi víða. Ríkisstjórar Suður- og Norður-Karólínu, Georgíu og Virginíu hafa allir lýst yfir neyðarástandi ef leifar fellibyljarins skyldu stefna þangað. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Ian var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land á Flórída með vindhraða upp á 67 metra á sekúndu. Hann var þá fimmti öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna hvað varðar vindhraða. Seint í gærkvöldi hafði dregið úr krafti bylsins sem var þá kominn niður á fyrsta stig. Hann stefnir nú út á Atlantshafið. Ekki er vitað um mannskaða í Bandaríkjunum af völdum Ians en bátur með flóttamönnum frá Kúbu sökk í óveðrinu austur af Key West í gær. Bandaríska strandgæslan leitaði að 23 og fann þrjár manneskjur. Fjórum öðrum tókst að synda í land á Stock-eyju rétt austan við Key West. Enn er leitað að allt að tuttugu flóttamönnum úr lofti. Mikil sjávarflóð fylgdu fellibylnum. Flóðvatn fyllti meðal annars neðri hæð bráðamóttöku sjúkrahúss í Port Charlotte á vesturströnd Flórída og vindur reif hluta af þakinu á gjörgæsludeild þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyddist starfsfólk sjúkrahússins til þess að færa veikustu sjúklinga sína þar sem vatn flæddi inn á gjörgæsludeildina. *RARE* first person view of storm surge. This camera is 6 feet off the ground on Estero Blvd in Fort Myers Beach, FL. Not sure how much longer it keeps working. You ll see it live only on @weatherchannel #Ian pic.twitter.com/WwHtvgVxjY— Mike Bettes (@mikebettes) September 28, 2022 Í nágrannabænum Fort Myers bárust lögreglu símtöl frá fólki sem var fast inni í húsum sem flætt hafði inn í. Einnig bárust tilkynningar um áhyggjufullum aðstandendum fólks sem býr á flóðasvæðunum. Nær öll heimili og fyrirtæki í þremur sýslum misstu rafmagn vegna veðurofsans, alls um tvær milljónir talsins. Hamförunum er þó ekki lokið á Flórída. Búist er við því að sjávarflóð gæti náð tveimur metrum á norðausturströnd ríkisins í dag. Fellibylsviðvörun er enn í gildi víða. Ríkisstjórar Suður- og Norður-Karólínu, Georgíu og Virginíu hafa allir lýst yfir neyðarástandi ef leifar fellibyljarins skyldu stefna þangað.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira