Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 09:25 Mynd af yfirborði smástirnisins þegar DART nálgaðist óðfluga. Skjáskoti af sjónvarpsútsendingu NASA í gær. AP/ASI/NASA Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni. Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Sjá meira
Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni.
Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Sjá meira
Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44
Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32