Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 19:28 Sjór gekk á land á Akureyri í óveðrinu. Bálhvasst var á svæðinu eins og víða annars staðar. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
„Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35