Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 18:02 Björn Ingi Óskarsson mundar sópinn ásamt nágranna sínum. Þeir búa í nærliggjandi götum en létu sitt ekki eftir liggja til að aðstoða. Vísir/Tryggvi Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni. Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni.
Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira