Innlent

Raf­­­­­magns­­­­­laust frá Blöndu alla leið að Höfn í Horna­­­firði

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Veðrið hefur verið snarvitlaust í dag. Myndin er tekin á Akureyri.
Veðrið hefur verið snarvitlaust í dag. Myndin er tekin á Akureyri. Vísir/Tryggvi

Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni.

„Það fóru út línur, Fljótsdalslína 4 sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal, og við það kom upp svona röð atvika sem varð þess valdandi að straumlaust varð á þessu svæði. Við erum að vinna í því núna að byggja upp kerfið og það er eiginlega ómögulegt að vita hvað það tekur langan tíma. Vonandi verður það ekki langur tími,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.

„Það er eiginlega meira og minna rafmagnslaust frá Blöndu, Blönduósi, að Höfn í Hornafirði. Þetta er bara stór hluti af landinu,“ bætir hún við.

Steinunn telur líklegt að óveðrið eigi sök að máli, enda snarvitlaust veður víða. 

Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá Landsneti hér og fylgst verður með vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.

Uppfært kl. 14.29:

Rafmagn er nú komið á á Norðurlandi að mestu. Austurland er enn úti eins og er, en unnið er að viðgerð.

Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að svona víðtækt rafmagnsleysi hafi sjaldan komið upp.

„Það er ekki oft sem við fáum svona víðtækt rafmagnsleysi hjá okkur, að við séum með meira og minna hálft landið úti. Þannig að þetta var mikið högg,“ segir Steinunn.

Uppruni bilunar liggur ekki fyrir að svo stöddu.

„Á þessum tímapunkti vitum við það ekki nákvæmlega. Þetta er röð atvika sem komu þarna upp og þegar við erum búin að koma rafmagni alls staðar á þá förum við að greina hvað gerðist,“ segir Steinunn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.