„Það er allt í skrúfunni“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 15:35 Brak liggur á víð og dreif um bæinn. Aðsend/Stefanía Hrund Guðmundsdóttir „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49
„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27
Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15