Söguleg og tilfinningaþrungin athöfn: „Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt“ Fanndís Birna Logadóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. september 2022 17:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú ræddu við Kristínu Ólafsdóttur fréttamann eftir útför Elísabetar II. Stöð 2/Einar Íslensku forsetahjónin segja það heiður að hafa fengið að vera viðstödd útför Elísabetar II drottningar sem fór fram í dag. Það hafi verið tilfinningaþrungið og sögulegt, sjötíu ár Elísabetar í embætti hafi einkennst af þjónustu, samviskusemi og virðingu. Um fimm hundruð fulltrúar um tvö hundruð þjóða heims voru viðstaddir. Forsetafrúin náði að kasta kveðju á gamla kunningja, bandarísku forsetahjónin Jo og Jill Biden. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú voru meðal um fimm hundruð fulltrúa þjóða við útför Elísabetar II í dag en alls sóttu um tvö þúsund manns athöfnina. Að sögn forsetans var um sögulega athöfn að ræða, en ekki síður tilfinningaþrungna. „Þetta var vissulega stund sorgar og söknuðar en um leið þrungin sögulegu gildi. Þarna má segja að maður hafi fundið nið aldanna, annars vegar hinn þungi straumur sögunnar og svo nútíminn og svo framtíðin sem voru þarna ofin saman,“ segir Guðni. Honum hafi þótt vænt um að fá að geta verið á staðnum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en fjölmargir aðrir þjóðhöfðingjar hvaðanæva að úr heiminum voru einnig á staðnum. „Þarna var þjóðhöfðingi að kveðja sem hefur verið lengur í hásæti en nokkur annar sem sögur fara af, fyrir utan Loðvík fjórtánda. Sjötíu ár sem einkenndust af þjónustu, samviskusemi, virðingu,“ segir Guðni. „Auðvitað er þetta ekki staður eða stund til að vega og meta sögu breska heimsveldisins eða hvernig framtíðin verður en hitt vitum við fyrir víst, að Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt.“ Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú sátu aðeins tveimur röðum frá Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden forsetafrú. Kastaði kveðju á Joe og Jill Biden Eflaust er um eitt mesta samansafn þjóðhöfðingja í seinni tíð að ræða en að sögn Elizu er ekkert öðruvísi að vera umkringd þeim heldur en öðrum. „Við höfum verið staðsett annars staðar þar sem margir þjóðhöfðingjar eru að koma saman en það er skemmtilegt líka að geta séð gamla vini, kasta á þá kveðju, og spjalla aðeins við aðra. Það er líka mikilvægur hluti af þessu,“ segir Eliza. Það vakti athygli Íslendinga að íslensku forsetahjónin sátu aðeins tveimur röðum frá bandarísku forsetahjónunum, Joe og Jill Biden. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Eliza hittir þau en hún átti fund með Jill um jafnréttismál og menningu í mars þar sem Joe Biden hringdi meðal annars í móður Elizu. Röð myndaðist eftir athöfnina þar sem þjóðhöfðingjar biðu þess að komast frá Westminster Abbey. Getty/Hannah McKay „Ég náði að kasta kveðju til forsetafrúarinnar sem ég hitti í mars, það voru nokkrir þarna sem var gaman að sjá,“ segir Eliza létt í bragði. Annað sem hefur vakið mikla athygli er hvernig viðstaddir voru fluttir til og frá Westminster Abbey, þar sem um tvö þúsund manns komu saman fyrir athöfnina. Fyrir athöfnina var þjóðarleiðtogum og mökum þeirra safnað saman við Royal Chelsea sjúkrahúsið, að Bandaríkjaforseta undanskildum. „Við fórum síðan í langferðabifreiðum að Westminster Abbey, allt var þetta gert mjög fagmannlega og virðulega og alveg sjálfsagt að nýta þennan faramáta og ótrúlegt hvernig Bretum tókst að skipuleggja þennan mikla viðburð í Lundúnum, þessari miklu borg,“ segir Guðni. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Forseti Íslands Joe Biden Tengdar fréttir Bein útsending: Kista Elísabetar komin til Windsor Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir. 19. september 2022 08:00 Verið að opna Westminster Abbey fyrir hinum 2.000 sem sækja útförina Röðinni í Westminster Hall var lokað í gærkvöldi en talið er að um 300.000 manns hafi beðið allt að 17 tíma eftir að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 19. september 2022 07:09 Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 16. mars 2022 21:22 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú voru meðal um fimm hundruð fulltrúa þjóða við útför Elísabetar II í dag en alls sóttu um tvö þúsund manns athöfnina. Að sögn forsetans var um sögulega athöfn að ræða, en ekki síður tilfinningaþrungna. „Þetta var vissulega stund sorgar og söknuðar en um leið þrungin sögulegu gildi. Þarna má segja að maður hafi fundið nið aldanna, annars vegar hinn þungi straumur sögunnar og svo nútíminn og svo framtíðin sem voru þarna ofin saman,“ segir Guðni. Honum hafi þótt vænt um að fá að geta verið á staðnum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en fjölmargir aðrir þjóðhöfðingjar hvaðanæva að úr heiminum voru einnig á staðnum. „Þarna var þjóðhöfðingi að kveðja sem hefur verið lengur í hásæti en nokkur annar sem sögur fara af, fyrir utan Loðvík fjórtánda. Sjötíu ár sem einkenndust af þjónustu, samviskusemi, virðingu,“ segir Guðni. „Auðvitað er þetta ekki staður eða stund til að vega og meta sögu breska heimsveldisins eða hvernig framtíðin verður en hitt vitum við fyrir víst, að Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt.“ Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú sátu aðeins tveimur röðum frá Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden forsetafrú. Kastaði kveðju á Joe og Jill Biden Eflaust er um eitt mesta samansafn þjóðhöfðingja í seinni tíð að ræða en að sögn Elizu er ekkert öðruvísi að vera umkringd þeim heldur en öðrum. „Við höfum verið staðsett annars staðar þar sem margir þjóðhöfðingjar eru að koma saman en það er skemmtilegt líka að geta séð gamla vini, kasta á þá kveðju, og spjalla aðeins við aðra. Það er líka mikilvægur hluti af þessu,“ segir Eliza. Það vakti athygli Íslendinga að íslensku forsetahjónin sátu aðeins tveimur röðum frá bandarísku forsetahjónunum, Joe og Jill Biden. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Eliza hittir þau en hún átti fund með Jill um jafnréttismál og menningu í mars þar sem Joe Biden hringdi meðal annars í móður Elizu. Röð myndaðist eftir athöfnina þar sem þjóðhöfðingjar biðu þess að komast frá Westminster Abbey. Getty/Hannah McKay „Ég náði að kasta kveðju til forsetafrúarinnar sem ég hitti í mars, það voru nokkrir þarna sem var gaman að sjá,“ segir Eliza létt í bragði. Annað sem hefur vakið mikla athygli er hvernig viðstaddir voru fluttir til og frá Westminster Abbey, þar sem um tvö þúsund manns komu saman fyrir athöfnina. Fyrir athöfnina var þjóðarleiðtogum og mökum þeirra safnað saman við Royal Chelsea sjúkrahúsið, að Bandaríkjaforseta undanskildum. „Við fórum síðan í langferðabifreiðum að Westminster Abbey, allt var þetta gert mjög fagmannlega og virðulega og alveg sjálfsagt að nýta þennan faramáta og ótrúlegt hvernig Bretum tókst að skipuleggja þennan mikla viðburð í Lundúnum, þessari miklu borg,“ segir Guðni.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Forseti Íslands Joe Biden Tengdar fréttir Bein útsending: Kista Elísabetar komin til Windsor Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir. 19. september 2022 08:00 Verið að opna Westminster Abbey fyrir hinum 2.000 sem sækja útförina Röðinni í Westminster Hall var lokað í gærkvöldi en talið er að um 300.000 manns hafi beðið allt að 17 tíma eftir að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 19. september 2022 07:09 Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 16. mars 2022 21:22 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Bein útsending: Kista Elísabetar komin til Windsor Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir. 19. september 2022 08:00
Verið að opna Westminster Abbey fyrir hinum 2.000 sem sækja útförina Röðinni í Westminster Hall var lokað í gærkvöldi en talið er að um 300.000 manns hafi beðið allt að 17 tíma eftir að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. 19. september 2022 07:09
Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 16. mars 2022 21:22