Enski boltinn

Segir það senda skýr skilaboð um stefnu félagsins að hafa notað yngsta leikmann sögunnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nwaneri mun líklega aldrei gleyma deginum þegar hann varð yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, aðeins 15 ára og 181 dags gamall.
Nwaneri mun líklega aldrei gleyma deginum þegar hann varð yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, aðeins 15 ára og 181 dags gamall. Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images

Ethan Nwaneri verð í gær yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford. Hann var aðeins 15 ára og 181 dags gamall í sínum fyrsta leik.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins, segir það senda skýr skilaboð um það hver stefna félagsins sé að Nwareni hafi fengið tækifærið og að leikmaðurinn sé tilbúinn í ábyrgðina sem fylgi því að spila í stærstu deild heims.

„Þetta var bara einhver tilfinning sem ég fékk, þegar ég sá hann fyrst þá heillaði hann mig,“ sagði Arteta, aðspurður út í þá ákvörðun að setja Nwaneri inn á.

„Hann hefur æft nokkrum sinnum með okkur og ég fékk bara einhverja tilfinningu um að ég ætlaði að nota hann ef tækifærið gæfist.“

„En ég held að þetta sendi skýr skilaboð um stefnu félagsins. Ég sagði honum frá því daginn fyrir leik að hann yrði í hópnum og að hann þyrfti að vera tilbúinn. Hann er tilbúinn. Þegar hann fór inn á óskaði ég honum til hamingju og sagði honum að njóta þess.“

„Ég veit ekki hvað það er. Þegar ég hitti hann, þegar ég sá hann, þá fékk ég bara einhverja tilfinningu,“ sagði Spánverjinn.

Arteta segir einnig að Nwaneri verði ekki eini ungi leikmaðurinn sem muni fá tækifæri á tímabilinu.

„Við viljum gefa leikmönnum tækifæri. Þegar við sjáum hæfileika og góða persónuleika og þegar leikmenn elska það sem þeir gera og eru óttalausir þá eru dyrnar opnar fyrir þá að fara og komast að því hveru langt þeir geta komist.“


Tengdar fréttir

Et­han Nwaneri sá yngsti frá upp­hafi

Et­han Nwaneri varð í dag yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.