Erlent

Biður sam­landa sína um að snerta ekki út­lendinga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Wu Zunyou er hátt settur hjá Sóttvarnarstofnun Kína.
Wu Zunyou er hátt settur hjá Sóttvarnarstofnun Kína. Getty/VCG

Wu Zunyou, yfirmaður hjá Sóttvarnarstofnun Kína, hefur varað Kínverja við því að snerta útlendinga í landinu. Í gær greindist apabóla í fyrsta sinn í Kína þrátt fyrir miklar ráðstafanir á landamærunum.

Smitið greindist í ferðamanni í Chongqing-héraði og uppgötvaðist smitið þegar verið var að kanna hvort maðurinn væri smitaður af kórónuveirunni. Enn eru miklar takmarkanir í Kína vegna veirunnar.

„Það er nauðsynlegt og mikilvægt að bæta eftirlitið og koma í veg fyrir apabólusmit,“ sagði Zunyou í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í gær. Þá bað hann fólk um að snerta ekki útlendinga með berum höndum.

Zunyou var gagnrýndur af einhverjum fyrir færslu sína og hrósuðu aðrir honum fyrir góð og þörf ráð.


Tengdar fréttir

Ó­al­gengt að vera ein­kenna­laus

Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×