Innlent

Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Útbrotin þurfa að vera fullgróin svo smitaður einstaklingur losni úr einangrun.
Útbrotin þurfa að vera fullgróin svo smitaður einstaklingur losni úr einangrun. AP Images

Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur.

Þetta kemur fram í leiðbeiningum á vef Embætti landlæknis. Þar segir að líkur séu á því að apabóla berist hingað til lands og einnig að litlar hópsýkingar geti brotist hér út.

Berist sjúkdómurinn hingað sé nauðsynlegt fyrir almenning að vera upplýstur um sjúkdóminn, áhættuhegðun, smitleiðir og persónubundnar sóttvarnir til að lágmarka útbreiðslu .Veikindin eru oftast væg en þeir sem greinast smitaðir þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot af völdum sjúkdómsins eru gróin. Það getur tekið allt að fjórar vikur en oftast tvær til þrjár vikur.

Þeir sem hafa verið í nánd við smitaðan einstakling og teljast útsettir fyrir sjúkdómnum þurfa að fara í smitgát í þrjár vikur.


Tengdar fréttir

Um sex­tíu stað­fest til­felli apa­bólu í Evrópu

Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×