„Höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:14 Strákarnir hans Sigurðar Heiðars Höskuldssonar eru ekki lengur í fallsæti. vísir/diego Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var hreykinn af sínu liði eftir sigurinn á ÍA, 1-2, á Akranesi í dag. Leiknismenn lentu undir en komu til baka og unnu leikinn, þökk sé tveimur sjálfsmörkum Skagamanna. „Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum. Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira