Maya Le Tissier gekk í raðir Man United í sumar frá Brighton & Hove Albion og átti stórleik í dag. Hún skoraði fyrsta markið strax á 4. mínútu eftir sendingu Katie Zelem. Sú síðarnefnda bætti við öðru marki tíu mínútum síðar úr vítaspyrnu og sigurinn svo gott sem kominn í höfn þá og þegar.
A debut double for @MayaLeTissier #MUWomen || #WSL
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) September 17, 2022
Le Tissier skoraði þriðja markið um miðbik fyrri hálfleiks, aftur eftir sendingu Zelem. Evrópumeistarinn Alessia Russo skoraði svo fjórða mark Man United þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks.
@AlessiaRusso7 is up and running in 2022/23!
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) September 17, 2022
How about that link-up between @OnaBatlle and @LuciaGarcia17, too?! #MUWomen || #WSL
Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar var ekkert skorað í síðari hálfleik en ljóst er að gestirnir virðast hafa lagt upp með að tapa ekki með meira en fjórum mörkum. Lokatölur því 4-0 og Manchester United hefur tímabilið af krafti.