Erlent

Beraði sig við syrgj­endur drottningar og stakk sér svo í ána Thames

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá hluta af röð syrgjenda sem biðu í dag eftir að fá að votta drottningunni virðingu sína.
Hér má sjá hluta af röð syrgjenda sem biðu í dag eftir að fá að votta drottningunni virðingu sína. AP/Andreea Alexandru

Nítján ára karlmaður hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi í röð syrgjenda sem bíða þess þolinmóðir að sjá líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar.

Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að önnur kvennanna segist hafa tekið eftir manninum á svæðinu því hún hafði ekki séð hann áður í þeim hópi fólks sem beið í röðinni. Löng röð er á svæðinu og bíður fólk nú klukkutímunum saman.

Konan segist hafa orðið vör við snertingu við bakið á sér, hú hafi þá snúið sér við og séð manninn berann.

Öryggisgæsla á svæðinu hafi verið látin vita af manninum í kjölfar þess að hann hafi virst endurtaka leikinn við aðra konu. Maðurinn er sagður hafa kastað síma sínum í Thames ána í kjölfarið áður en hann stakk sér sjálfur ofan í. Hann var þó handtekinn stuttu eftir að hann kom upp úr.


Tengdar fréttir

Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða

Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×