Innlent

Vilja afnema bann við klámi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Vísir

Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út.

Flutningsmenn frumvarpsins eru Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Í forsögu frumvarpsins segir að íslensk lög um klám hafi staðið að mestu leyti óbreytt í 153 ár á meðan viðhorf til kynlífs, umræða um það, kynhegðun og kynfrelsi hefur allt breyst.

Þá kemur fram að Danir hafi fellt út bann við klámi árið 1969, Svíar séu ekki með bann við því og í Finnlandi er dreifing þess ólögleg einungis ef í því má finna ofbeldi, börn eða dýr. Í Noregi er klám skilgreind sem birting á kynferðislegu efni sem er misbjóðandi og er birting á því eða dreifing refsiverð með sekt eða fangelsi allt að þremur árum.

„Almennt er það ekki talið vera í verkahring yfirvalda að ákveða hvers konar kynlíf fólk kjósi að stunda hvert með öðru, heldur snýst umræða um siðferðisleg mörk kynlífs fyrst og fremst um að til staðar sé upplýst samþykki allra sem í hlut eiga,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

Þá segir að núgildandi bann við dreifingu kláms taki ekki tillit til þeirrar spurningar og sé því úr takti við nútíma viðhorf til kynlífs og kynhegðunar. Bannið sé tímaskekkja sem þarf að fjarlægja úr lögum.

Minnst er á í greinargerðinni að þónokkur fjöldi fólks starfar við háttsemi sem myndi flokkast sem refsiverð samkvæmt núgildandi banni, til dæmis þeir sem birta efni á OnlyFans.

Fjallað var um OnlyFans og klám í einum annálsþætti fréttastofunnar í fyrra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.