Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 11:30 Magdalena Andersson baðst formlega lausnar þegar hún gekk á fund Andreas Norlén þingforseta í morgun. EPA Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. „Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
„Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37