Erlent

Fyrrum Samherjaskip í árekstri undan ströndum Namibíu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rannsókn er hafin á tildrögum óhappsins sem varð í skjóli nætur.
Rannsókn er hafin á tildrögum óhappsins sem varð í skjóli nætur.

Mildi þykir að tæplega 170 sjómenn hafi ekki stórslasast þegar tvö skip, Tutungeni (sem áður hét Heinaste) og Erica rákust saman í svartaþoku við strendur Namibíu.

140 manna áhöfn var um borð í hrossamakríl frystitogaranum Tutungeni en togarinn hét áður Heinaste en hlaut nafnbreytingu eftir kaup Tunacor fisheries.

Peya Hitula, framkvæmdastjóri Tunacor, sem gerir út Tutungeni, staðfestir í samtali við The Namibian að óheppilegt slys hefði orðið í svartaþoku í skjóli nætur. Skipin hafi þó blessunarlega ekki verið á hraðri siglingu þegar óhappið varð.

„Áhafnir á hvoru skipi fyrir sig er heilar á húfi og ekkert manntjón varð. Það er hægt að gera við skemmda skipið,“ bætir Hitula við en á annarri hlið Tutungeni togarans er stærðarinnar gat eftir áreksturinn. Rannsókn á tildrögum óhappsins er hafin.

Yfirvöld í Namibíu kyrrsettu togarann Heinaste, nú Tutungeni, í kjölfar Samherjaskjalanna svokölluðu eða í nóvember 2019.

Í lok árs 2020 afléttu namibísk yfirvöld kyrrsetningu og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem rekið er í Namibíu.

Heinaste komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV, Kjarnans og Kveiks um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna til landsins að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð.


Tengdar fréttir

Fé­lagi í eigu Sam­herja gert að greiða namibískum sjó­­mönnum bætur

Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl.

Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt

Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×