Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 17:02 Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05