Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 17:02 Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05