Erlent

Ein­hyrningsáætlun hrundið af stað eftir and­lát drottningar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Elísabet II Bretlandsdrottning lést í dag, 96 ára að aldri. Hún lést í Balmoral-kastala í Skotlandi.
Elísabet II Bretlandsdrottning lést í dag, 96 ára að aldri. Hún lést í Balmoral-kastala í Skotlandi. Eddie Mulholland - WPA Pool/Getty

Löngum hefur verið rætt um að breska krúnan sé með viðbragðsáætlanir í handraðanum, sem gripið er til þegar þjóðhöfðinginn deyr. Elísabet II Bretlandsdrottning lést í dag, og því ljóst að gera þarf ýmsar ráðstafanir, til að mynda hvað varðar útför hennar.

Guardian fjallar um að áætlun sem nefnist London Bridge hafi tekið á því hvað gera skyldi þegar drottningin létist. Þá segir að sérstök áætlun hafi verið gerð fyrir þann möguleika að drottningin myndi andast í Balmoral í Skotlandi, sem varð raunin síðdegis í dag. Balmoral var einn af eftirlætis dvalarstöðum drottningarinnar. Áætlunin er kölluð Einhyrningsáætlunin (e. Operation unicorn).

Samkvæmt áætluninni verður drottningunni komið fyrir í kistu, sem verður flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg, tveimur dögum eftir dauða hennar. Þá er talið að áætlunin geri ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles-dómkirkjunni.

Í dómkirkjunni muni fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna, áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er gert ráð fyrir að flogið verði með hana til Lundúna, nána til tekið í Buckingham-höll.

Að svo búnu hefst undirbúningur fyrir útför drottningarinnar, sem búist er við að fari fram einhvern tímann á næstu tveimur vikum.


Tengdar fréttir

Myndir: Sorgin fest á filmu

Breska þjóðin syrgir nú Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést síðdegis í dag. Elísabet var þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Breta, og ríkti í rúm 70 ár. Sonur hennar, Karl III Bretakonungur, er tekinn við krúnunni.

Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár

Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar.

Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni.

Elísa­bet II Bret­lands­drottning er látin

Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×