Kanadíska árásarmannsins enn leitað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 08:31 Evan Bray lögreglustjóri í Regina og Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan á blaðamannafundi í gær. AP/Michael Bell Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag. Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag.
Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26
Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent