Erlent

Annar á­rásar­mannanna fannst látinn

Árni Sæberg skrifar
Damien Sanderson, til vinstri, hefur fundist látinn. Myles Sanderson er enn leitað.
Damien Sanderson, til vinstri, hefur fundist látinn. Myles Sanderson er enn leitað. Lögreglan í Saskatchewan

Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn.

Lík Damien Sanderson fannst í James Smith Cree samfélaginu þar sem flest fórnarlamba árásanna bjuggu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið.

Sanderson framdi í gær mikinn fjölda stunguárása, ásamt bróður sínum Myles Sanderson. Tíu létust í árásunum og átján eru særðir. Lögreglan leitar enn logandi ljósi að Myles, sem talinn er vera í borginni Regina í héraðinu Saskatchewan. Hann á að baki langan afbrotaferil.

Aðstoðarlögreglustjórinn í Saskatchewan, Rhonda Blackmore, sagði á fjölmiðlafundi að lík Damiens hafi fundist utandyra í návígi við hús sem lögreglan rannsakaði. Á líkinu hafi verið sjáanlegir áverkar.

Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega fóru tilkynningarnar að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó framdar í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon.


Tengdar fréttir

Segir brýnt að á­rásar­mennirnir verði sóttir til saka

Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×