Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:58 Tveir komust lífs af með því að hanga í pípum í lofti bílakjallarans. EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör. Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör.
Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira