Veður

Á­fram­haldandi blíð­virði og hlýtt

Atli Ísleifsson skrifar
Sumarblíða í miðbærReykjavíkur.
Sumarblíða í miðbærReykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri, björtu og hlýju veðri að deginum, en þó heldur meira skýjuðu þegar líður á vikuna. Hiti verður tíu til tuttugu stig yfir daginn þar sem hlýjast verður inn til landsins.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði lítilsháttar væta suðaustan til á morgun, en fari að rigna vestast á fimmtudag og rigni svo talsvert sunnan- og vestanlands á föstudag.

„Snýst líklega í norðanátt um helgina og kólnar heldur fyrir norðan.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og með austurströndinni. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á fimmtudag: Suðaustlæg átt, víða 3-8 m/s og bjartviðri, en 5-10 og dálítil væta vestantil. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á föstudag: Suðaustan og austan 5-13 m/s og dálítil rigning, en hægara og bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.

Á laugardag: Hægir vindar og rigning sunnanlands, en annars þurrt að kalla og víða bjart. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á sunnudag: Norðaustlæg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Kólnar heldur fyrir norðan.

Á mánudag: Útlit fyrir hæga vinda, úrkomulítið og fremur milt veður að deginum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.