Erlent

Sjálfs­vígs­sprengju­á­rás við rúss­neska sendi­ráðið í Kabúl

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stað í höfuðborg Afganistan, Kabúl.
Árásin átti sér stað í höfuðborg Afganistan, Kabúl. Getty

Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir.

Árásin átti sér stað snemma í morgun en meðal slasaðra eru fleiri starfsmenn sendiráðsins og óbreyttir borgarar.

Samkvæmt Reuters gekk maður með sprengjuvesti í kringum sig í átt að inngangi sendiráðsins en öryggisverðir komu auga á hann og skutu hann til bana. Vestið sprakk þó stuttu síðar.

Sendiráð í Afganistan eru ekki mörg eftir að talibanar komust þar til valda en Rússar eru meðal þeirra þjóða sem hafa ákveðið halda sendiráði sínu í borginni.


Tengdar fréttir

Talibanar skipa bráðabirgðastjórn

Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina.

Aftökur og aflimanir hefjast á ný

Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×