Líkir Haaland við Jaws úr James Bond Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 08:31 Ekki er vitað hvort Erling Haaland nagar spýtur eins og Jaws gerði stundum. vísir/getty Ógnvænlegur Erling Haaland mun leiða Manchester City til þriðja Englandsmeistaratitilsins í röð. Þetta segir Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports. Haaland hefur farið frábærlega af stað með City og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Eitt þeirra kom um helgina þegar City gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa á Villa Park. Neville segir að Haaland sé ekki árennilegur og líkir honum við þekkt illmenni í kvikmyndasögunni. „Erling Haaland, þetta er nánast ósanngjarnt. Ég man þegar ég horfði á James Bond þegar ég var yngri og sá persónuna Jaws sem var risastór. Hann tók fólk bara upp og henti því á jörðina og það er svolítið þannig þegar Haaland spilar á móti þessum sterku miðvörðum,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þú hugsar að hann sé óstöðvandi. Hvernig glímirðu við hann í vítateignum?“ Neville hefur hrifist mjög af Haaland og segir að hann verði eflaust besti leikmaður heims áður en langt um líður. „Hann hefur heillað mig svakalega mikið. Þetta er í fyrsta sinn sem lið í ensku úrvalsdeildinni á einn af bestu ungu leikmönnum heims. Venjulega fara þessir leikmenn til Paris Saint-Germain, Real Madrid eða Barcelona. Cristiano Ronaldo varð bestur í heimi þegar hann spilaði hérna og kannski Thierry Henry en þeir voru það ekki þegar þeir komu hingað,“ sagði Neville. „En með Haaland hugsarðu að hann eigi eftir að vinna Gullboltann og vera bestur í heimi. Það er spennandi og hefur ekki gerst í ensku úrvalsdeildinni í nokkurn tíma.“ Haaland spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir City í Meistaradeild Evrópu þegar liðið sækir Sevilla heim annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Haaland hefur farið frábærlega af stað með City og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Eitt þeirra kom um helgina þegar City gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa á Villa Park. Neville segir að Haaland sé ekki árennilegur og líkir honum við þekkt illmenni í kvikmyndasögunni. „Erling Haaland, þetta er nánast ósanngjarnt. Ég man þegar ég horfði á James Bond þegar ég var yngri og sá persónuna Jaws sem var risastór. Hann tók fólk bara upp og henti því á jörðina og það er svolítið þannig þegar Haaland spilar á móti þessum sterku miðvörðum,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þú hugsar að hann sé óstöðvandi. Hvernig glímirðu við hann í vítateignum?“ Neville hefur hrifist mjög af Haaland og segir að hann verði eflaust besti leikmaður heims áður en langt um líður. „Hann hefur heillað mig svakalega mikið. Þetta er í fyrsta sinn sem lið í ensku úrvalsdeildinni á einn af bestu ungu leikmönnum heims. Venjulega fara þessir leikmenn til Paris Saint-Germain, Real Madrid eða Barcelona. Cristiano Ronaldo varð bestur í heimi þegar hann spilaði hérna og kannski Thierry Henry en þeir voru það ekki þegar þeir komu hingað,“ sagði Neville. „En með Haaland hugsarðu að hann eigi eftir að vinna Gullboltann og vera bestur í heimi. Það er spennandi og hefur ekki gerst í ensku úrvalsdeildinni í nokkurn tíma.“ Haaland spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir City í Meistaradeild Evrópu þegar liðið sækir Sevilla heim annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira