Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 07:31 Mikel Arteta ræðir við varamennina þrjá sem hann setti inn á gegn Manchester United. getty/Stuart MacFarlane Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. United vann leikinn, 3-1, og varð þar með fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til að taka stig af Arsenal. Antony kom United yfir í fyrri hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið en Bukayo Saka jafnaði fyrir Arsenal í upphafi seinni hálfleiks. Marcus Rashford kom heimamönnum aftur yfir á 66. mínútu og átta mínútum síðar gerði Arteta þrefalda skiptingu þar sem hann setti Emile Smith-Rowe, Fábio Viera og Eddie Nketiah inn á fyrir Martin Ødegaard, Oleksandr Zinchenko og Albert Sambi Lokonga. Skiptingin heppnaðist ekki sem skildi því Rashford jók forskot United í 3-1 skömmu seinna. Það urðu lokatölur leiksins. Neville segir að Arteta hafi hlaupið á sig í stöðunni 2-1. „Í þeirri stöðu var engin ástæða til að verða svona örvæntingarfullur. Þegar tuttugu mínútur voru eftir hugsaði ég að þetta gæti endað 4-1 eða 5-1. United var þéttara fyrir og setti Fred og Casemiro inn á. Og þeir sóttu bara hratt eftir það. Ég held að Arsenal hafi ekki þurft að vera svona örvæntingarfullt,“ sagði Neville. „Annað markið sló Arsenal út af laginu því það kom gegn gangi leiksins. Arsenal svaraði því ekki vel og verðskuldaði því að tapa leiknum. En ef þeir hefðu haldið áfram að spila eins og þeir gerðu hefðu þeir komist aftur inn í leikinn. Um leið og skipulagið fór út um gluggann eftir skiptingarnar var United alltaf að fara að skora þriðja markið eftir skyndisókn.“ Þrátt fyrir tapið er Arsenal enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir sex umferðir. United er með tólf stig í 5. sætinu. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
United vann leikinn, 3-1, og varð þar með fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til að taka stig af Arsenal. Antony kom United yfir í fyrri hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir félagið en Bukayo Saka jafnaði fyrir Arsenal í upphafi seinni hálfleiks. Marcus Rashford kom heimamönnum aftur yfir á 66. mínútu og átta mínútum síðar gerði Arteta þrefalda skiptingu þar sem hann setti Emile Smith-Rowe, Fábio Viera og Eddie Nketiah inn á fyrir Martin Ødegaard, Oleksandr Zinchenko og Albert Sambi Lokonga. Skiptingin heppnaðist ekki sem skildi því Rashford jók forskot United í 3-1 skömmu seinna. Það urðu lokatölur leiksins. Neville segir að Arteta hafi hlaupið á sig í stöðunni 2-1. „Í þeirri stöðu var engin ástæða til að verða svona örvæntingarfullur. Þegar tuttugu mínútur voru eftir hugsaði ég að þetta gæti endað 4-1 eða 5-1. United var þéttara fyrir og setti Fred og Casemiro inn á. Og þeir sóttu bara hratt eftir það. Ég held að Arsenal hafi ekki þurft að vera svona örvæntingarfullt,“ sagði Neville. „Annað markið sló Arsenal út af laginu því það kom gegn gangi leiksins. Arsenal svaraði því ekki vel og verðskuldaði því að tapa leiknum. En ef þeir hefðu haldið áfram að spila eins og þeir gerðu hefðu þeir komist aftur inn í leikinn. Um leið og skipulagið fór út um gluggann eftir skiptingarnar var United alltaf að fara að skora þriðja markið eftir skyndisókn.“ Þrátt fyrir tapið er Arsenal enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir sex umferðir. United er með tólf stig í 5. sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn