Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 10:53 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var myrkur í máli um stöðu Repúbliakanaflokksins í gær. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. Hann sagði Trump og „MAGA-Repúblikana“ ætla að taka bandarísku þjóðina aftur á bak og taka grunnréttindi af fólki. MAGA er skammstöfun „Make America Great Again“, heróps Trumps. „Sagan segir okkur að blind hollusta við einn leiðtoga og vilji til að beita pólitísku ofbeldi er banvænt lýðræðinu,“ sagði Biden meðal annars í ræðu sinni. Biden lýsti þingkosningunum í nóvember sem krossgötum og kallaði eftir samstöðu þjóðarinnar og því að hefðbundnir Repúblikanar, ef svo má segja, stæðu saman gegn Trump. Titill ræðu Bidens var: „Um áframhaldandi baráttuna um sál þjóðarinnar“ og geta áhugasamir lesið hana hér. Sagði lýðræðistilraunina í hættu Ræðuna hélt hann í Boston fyrir utan „Sjálfstæðissalinn“ svokallaða þar sem frelsisyfirlýsing Bandaríkjanna var opinberuð á árum áður og stjórnarskráin skrifuð. Forsetinn sagði að sú tilraun sem feður Bandaríkjanna hefðu byrjað í Boston væri í hættu. Jafnræði og lýðræði í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja. Til að bæta ástandið þyrftu Bandaríkjamenn þó fyrst að viðurkenna að það væri vandamál. „Of mikið af því sem er að gerast í landinu okkar í dag er ekki eðlilegt,“ sagði Biden. „Donald Trump og MAGA-Repúblikanar tákna öfgar sem ógna grundvelli lýðveldis okkar.“ Forsetinn sagðist ekki beina orðum sínum að öllum Repúblikönum og ekki einu sinni meirihluta þeirra. Hann hefði unnið lengi með hefðbundnum Repúblikönum en í dag væri ekki spurning að Trump og fylgjendur hans stjórnuðu flokknum. Það ógnaði Bandaríkjunum. Samantekt AP fréttaveitunnar á ræðu Bidens má sjá hér. Trump ræður ríkjum í Repúblikanaflokknum Það er rétt hjá Biden að Trump er með tangarhald á Repúblikanaflokknum. Á undanförnum mánuðum hefur honum tekist að bola öllum sínum andstæðingum úr flokknum og fjölmargir af frambjóðendum flokksins í komandi þingkosningum hafa tekið undir lygar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa jafnvel tekið undir ummæli hans varðandi það að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafi komið leynilegum gögnum fyrir á heimili hans í Flórída, til að reyna að koma sök á hann. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Í stuttu og einföldu máli sagt, er ein stærsta ástæðan fyrir völdum Trumps í Repúblikanaflokknum sú að stuðningsmenn hans taka virkan þátt í forvölum flokksins. Án stuðnings Trumps eiga Repúblikanar litlar líkur á því að tryggja sér sigur í forvölum og þar með pláss á kjörseðlum í Bandaríkjunum. Sagði Trump-liða grafa undan lýðræðinu Í ræðu sinni í gær sagði Biden að hann væri forseti Bandaríkjanna allra og hann teldi það skyldu sína að segja Bandaríkjamönnum sannleikann, þó það gæti verið erfitt. „Og hér er sannleikurinn, eins og ég sé hann: MAGA-Repúblikanar virða ekki stjórnarskránna. Þeir trúa ekki á réttarríkið. Þeir viðurkenna ekki vilja fólksins,“ sagði Biden. Forsetinn sagði þetta fólk neita að sætta sig við niðurstöður frjálsra kosninga. Núna væru MAGA-Repúblikanar að vinna að því víða um Bandaríkin að veita flokksmönnum og virktarvinum vald til að ákveða niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum og grafa undan lýðræðinu sjálfu. Biðlaði til kjósenda Biden vísaði meðal annars til árásarinnar á þinghúsið í janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, og sagði Trump-liða líta á fólkið sem réðst á þingið og beitti lögregluþjóna grimmilegu ofbeldi sem föðurlandsvini. Ekki sem uppreisnarseggi sem hafi haldið rýtingi að hálsi lýðræðisins. Hann sagði almenning í Bandaríkjunum ekki þurfa að sitja á hliðarlínunum og fylgjast með þessari árás á lýðræðið. Bandaríkjamenn þyrftu að ákveða hvernig þjóð þeir vildu verða. Hvort þeir vildu fara áfram eða aftur. Að vera þjóð vonar, jákvæðni og samstöðu eða þjóð ótta, deilna og myrkurs. Því kallaði hann eftir því að kjósendur höfnuðu Repúblikanaflokki Trumps. Á meðan Biden hélt ræðu sína voru mótmælendur þar skammt frá með gjallarhorn. Meðal annars kölluðu þau „Fuck Biden“ eða „til fjandans með Biden“. Hann nefndi það í ræðu sinni og sagði að í gegnum sögu Bandaríkjanna hefði oft náðst mikill árangur upp úr myrkustu augnablikum ríkisins. Það gæti einnig gerst núna. Biden notaði ræðu sína einni til að varpa ljósi á árangur hans og Demókrata á síðustu tveimur árum. Meðal annars vísaði hann til innviðafrumvarps síns, efnahagsfrumvarp, nýja byssulöggjöf, umhverfisverndarfrumvarp og annað. Sjá má ræðuna í heild sinni hér. Join me as I deliver remarks on the continued battle for the soul of the nation. https://t.co/VF5kPclCXs— President Biden (@POTUS) September 2, 2022 Stefnubreyting hjá Biden AP fréttaveitan segir ræðuna hafa markað stefnubreytingu hjá Biden sem hafi hingað til að mestu forðast að nefna Trump á nafn. Undanfarnar vikur hafi gagnrýni forsetans í garð forvera síns aukist samhliða auknum áhyggjum hans af Repúblikanaflokknum og góðum árangri Demókrata í sumar. Stutt er síðan Biden líkti „MAGA-hugsjónum“ við fasisma. Biden reyndi að biðla til Repúblikana sem eru mótfallnir Trump en markmið ræðunnar var að bæta stöðu Demókrataflokksins fyrir komandi þingkosningar. Þingkosningar á miðju kjörtímabili forseta reynast oftar en ekki erfiðar fyrir þann flokk sem er við völd í Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hefur útlitið verið á þann veg að Demókratar eigi undir högg að sækja og eru þeir líklegir til að tapa meirihluta sínum í báðum deildum þingsins. Sérfræðingar hafa talað um mögulega flóðbylgju en staðan virðist þó hafa breyst á undanförnum vikum og hefur það að miklu leyti verið tengt við það að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi fellt úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10. ágúst 2022 14:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Hann sagði Trump og „MAGA-Repúblikana“ ætla að taka bandarísku þjóðina aftur á bak og taka grunnréttindi af fólki. MAGA er skammstöfun „Make America Great Again“, heróps Trumps. „Sagan segir okkur að blind hollusta við einn leiðtoga og vilji til að beita pólitísku ofbeldi er banvænt lýðræðinu,“ sagði Biden meðal annars í ræðu sinni. Biden lýsti þingkosningunum í nóvember sem krossgötum og kallaði eftir samstöðu þjóðarinnar og því að hefðbundnir Repúblikanar, ef svo má segja, stæðu saman gegn Trump. Titill ræðu Bidens var: „Um áframhaldandi baráttuna um sál þjóðarinnar“ og geta áhugasamir lesið hana hér. Sagði lýðræðistilraunina í hættu Ræðuna hélt hann í Boston fyrir utan „Sjálfstæðissalinn“ svokallaða þar sem frelsisyfirlýsing Bandaríkjanna var opinberuð á árum áður og stjórnarskráin skrifuð. Forsetinn sagði að sú tilraun sem feður Bandaríkjanna hefðu byrjað í Boston væri í hættu. Jafnræði og lýðræði í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja. Til að bæta ástandið þyrftu Bandaríkjamenn þó fyrst að viðurkenna að það væri vandamál. „Of mikið af því sem er að gerast í landinu okkar í dag er ekki eðlilegt,“ sagði Biden. „Donald Trump og MAGA-Repúblikanar tákna öfgar sem ógna grundvelli lýðveldis okkar.“ Forsetinn sagðist ekki beina orðum sínum að öllum Repúblikönum og ekki einu sinni meirihluta þeirra. Hann hefði unnið lengi með hefðbundnum Repúblikönum en í dag væri ekki spurning að Trump og fylgjendur hans stjórnuðu flokknum. Það ógnaði Bandaríkjunum. Samantekt AP fréttaveitunnar á ræðu Bidens má sjá hér. Trump ræður ríkjum í Repúblikanaflokknum Það er rétt hjá Biden að Trump er með tangarhald á Repúblikanaflokknum. Á undanförnum mánuðum hefur honum tekist að bola öllum sínum andstæðingum úr flokknum og fjölmargir af frambjóðendum flokksins í komandi þingkosningum hafa tekið undir lygar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa jafnvel tekið undir ummæli hans varðandi það að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafi komið leynilegum gögnum fyrir á heimili hans í Flórída, til að reyna að koma sök á hann. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Í stuttu og einföldu máli sagt, er ein stærsta ástæðan fyrir völdum Trumps í Repúblikanaflokknum sú að stuðningsmenn hans taka virkan þátt í forvölum flokksins. Án stuðnings Trumps eiga Repúblikanar litlar líkur á því að tryggja sér sigur í forvölum og þar með pláss á kjörseðlum í Bandaríkjunum. Sagði Trump-liða grafa undan lýðræðinu Í ræðu sinni í gær sagði Biden að hann væri forseti Bandaríkjanna allra og hann teldi það skyldu sína að segja Bandaríkjamönnum sannleikann, þó það gæti verið erfitt. „Og hér er sannleikurinn, eins og ég sé hann: MAGA-Repúblikanar virða ekki stjórnarskránna. Þeir trúa ekki á réttarríkið. Þeir viðurkenna ekki vilja fólksins,“ sagði Biden. Forsetinn sagði þetta fólk neita að sætta sig við niðurstöður frjálsra kosninga. Núna væru MAGA-Repúblikanar að vinna að því víða um Bandaríkin að veita flokksmönnum og virktarvinum vald til að ákveða niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum og grafa undan lýðræðinu sjálfu. Biðlaði til kjósenda Biden vísaði meðal annars til árásarinnar á þinghúsið í janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, og sagði Trump-liða líta á fólkið sem réðst á þingið og beitti lögregluþjóna grimmilegu ofbeldi sem föðurlandsvini. Ekki sem uppreisnarseggi sem hafi haldið rýtingi að hálsi lýðræðisins. Hann sagði almenning í Bandaríkjunum ekki þurfa að sitja á hliðarlínunum og fylgjast með þessari árás á lýðræðið. Bandaríkjamenn þyrftu að ákveða hvernig þjóð þeir vildu verða. Hvort þeir vildu fara áfram eða aftur. Að vera þjóð vonar, jákvæðni og samstöðu eða þjóð ótta, deilna og myrkurs. Því kallaði hann eftir því að kjósendur höfnuðu Repúblikanaflokki Trumps. Á meðan Biden hélt ræðu sína voru mótmælendur þar skammt frá með gjallarhorn. Meðal annars kölluðu þau „Fuck Biden“ eða „til fjandans með Biden“. Hann nefndi það í ræðu sinni og sagði að í gegnum sögu Bandaríkjanna hefði oft náðst mikill árangur upp úr myrkustu augnablikum ríkisins. Það gæti einnig gerst núna. Biden notaði ræðu sína einni til að varpa ljósi á árangur hans og Demókrata á síðustu tveimur árum. Meðal annars vísaði hann til innviðafrumvarps síns, efnahagsfrumvarp, nýja byssulöggjöf, umhverfisverndarfrumvarp og annað. Sjá má ræðuna í heild sinni hér. Join me as I deliver remarks on the continued battle for the soul of the nation. https://t.co/VF5kPclCXs— President Biden (@POTUS) September 2, 2022 Stefnubreyting hjá Biden AP fréttaveitan segir ræðuna hafa markað stefnubreytingu hjá Biden sem hafi hingað til að mestu forðast að nefna Trump á nafn. Undanfarnar vikur hafi gagnrýni forsetans í garð forvera síns aukist samhliða auknum áhyggjum hans af Repúblikanaflokknum og góðum árangri Demókrata í sumar. Stutt er síðan Biden líkti „MAGA-hugsjónum“ við fasisma. Biden reyndi að biðla til Repúblikana sem eru mótfallnir Trump en markmið ræðunnar var að bæta stöðu Demókrataflokksins fyrir komandi þingkosningar. Þingkosningar á miðju kjörtímabili forseta reynast oftar en ekki erfiðar fyrir þann flokk sem er við völd í Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hefur útlitið verið á þann veg að Demókratar eigi undir högg að sækja og eru þeir líklegir til að tapa meirihluta sínum í báðum deildum þingsins. Sérfræðingar hafa talað um mögulega flóðbylgju en staðan virðist þó hafa breyst á undanförnum vikum og hefur það að miklu leyti verið tengt við það að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi fellt úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10. ágúst 2022 14:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01
Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59
Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40
Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10. ágúst 2022 14:39