Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2022 18:16 Barry Croft Jr., og Adam Fox. Þeir voru dæmdir sekir um ráðabrugg varðandi það að ræna ríkisstjóra Michigan og stnada frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. AP/Fógetinn í Kent-sýslu Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi. Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12