Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Vegartálminn sem maðurinn klessti á en í bakgrunni má sjá þinghúsið. Getty/Tasos Katopodis Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma samkvæmt frétt AP um málið. Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Richard A. York III, 29 ára Delawere-búi, en að sögn yfirvalda þá klessti York bíl sínum á vegartálma á vegi sem leiðir að þinghúsinu. Í kjölfarið steig hann út úr bílnum sem hafði þá kviknað í og skaut úr byssu sinni út í loftið, að því er virðist handahófskennt. Þegar lögreglumenn nálguðust York skaut hann sjálfan sig og var síðar úrskurðaður látinn. Auknar árásir og hótanir upp á síðkastið Tom Manger, lögreglustjóri Capitol-lögreglunnar, sagði við fjölmiðla að lögreglumenn hefðu ekki heyrt York segja neitt áður en hann skaut úr byssu sinni. Þá sagði Manger að yfirvöld væru að rannsaka hvort maðurinn hefði sjálfur kveikt í bílnum þar sem áreksturinn virtist ekki hafa valdið honum. Áreksturinn minnir á sambærilegt atvik sem átti sér stað í apríl 2021 þegar maður keyrði á bíl sínum yfir tvo lögreglumenn við þinghúsið og drap annan þeirra. Þá kemur þessi árekstur einnig í kjölfar annarra árása og hótana sem lögreglumenn og alríkislögreglumenna hafa þurft að þola víða um Bandaríkin eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06 Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma samkvæmt frétt AP um málið. Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Richard A. York III, 29 ára Delawere-búi, en að sögn yfirvalda þá klessti York bíl sínum á vegartálma á vegi sem leiðir að þinghúsinu. Í kjölfarið steig hann út úr bílnum sem hafði þá kviknað í og skaut úr byssu sinni út í loftið, að því er virðist handahófskennt. Þegar lögreglumenn nálguðust York skaut hann sjálfan sig og var síðar úrskurðaður látinn. Auknar árásir og hótanir upp á síðkastið Tom Manger, lögreglustjóri Capitol-lögreglunnar, sagði við fjölmiðla að lögreglumenn hefðu ekki heyrt York segja neitt áður en hann skaut úr byssu sinni. Þá sagði Manger að yfirvöld væru að rannsaka hvort maðurinn hefði sjálfur kveikt í bílnum þar sem áreksturinn virtist ekki hafa valdið honum. Áreksturinn minnir á sambærilegt atvik sem átti sér stað í apríl 2021 þegar maður keyrði á bíl sínum yfir tvo lögreglumenn við þinghúsið og drap annan þeirra. Þá kemur þessi árekstur einnig í kjölfar annarra árása og hótana sem lögreglumenn og alríkislögreglumenna hafa þurft að þola víða um Bandaríkin eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06 Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06
Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11