Enski boltinn

Tuchel fær sekt fyrir um­mæli sín um Taylor

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki nóg með að lið hans tapaði tveimur stigum undir lok leiks heldur hefur Thomas Tuchel nú tapað samtals 55 þúsund pundum á leik Chelsea og Tottenham.
Ekki nóg með að lið hans tapaði tveimur stigum undir lok leiks heldur hefur Thomas Tuchel nú tapað samtals 55 þúsund pundum á leik Chelsea og Tottenham. Chris Brunskill/Getty Images

Thomas Tuchel, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið sektaður um tuttugu þúsund pund fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik sinna manna gegn Tottenham Hotspur á dögunum.

Líkt og svo oft áður var mikill hiti er Chelsea og Tottenham mættust. Tuchel og Antonio Conte rifust sem hundur og köttur á meðan lið þeirra gerðu 2-2 jafntefli. Náði hegðun þjálfaranna hámarki eftir leik þegar Tuchel neitaði að sleppa hendi Conte því Ítalinn horfði ekki í augun á honum.

Í kjölfarið fór Tuchel í viðtal þar sem hann sagði best að „Anthony Taylor“ myndi ekki dæma leik hjá Chelsea aftur.

Var hann ósáttur með að Taylor hafi ekkert gert er Christan Romero reif augljóslega í hár Marc Cucurella í aðdraganda jöfnunarmark Tottenham í uppbótartíma.

Tuchel hafði áður fengið eins leiks bann og sekt upp á 35 þúsund pund fyrir hegðun s´na eftir leik. Nú þarf hann að borga 20 þúsund pund til viðbótar þar sem honum tókst ekki að hemja skap sitt að leik loknum.


Tengdar fréttir

Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt

Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið.

Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham

Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu.

Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu

Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×