Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 07:01 Cristian Romero og Marc Cucurella eru líklega ekki bestu vinir eftir leik Tottenham og Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022 Enski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022
Enski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira