Enski boltinn

Man Utd og Ajax ná samkomulagi um kaupverð á Antony

Atli Arason skrifar
Antony er á leiðinni til Manchester United. 
Antony er á leiðinni til Manchester United.  Getty Images

Ajax hefur samþykkt 85 milljón punda tilboð Manchester United í brasilíska vængmanninn Antony.

United hefur verið að eltast við þennan leikmann í töluverðan tíma en í síðustu viku var tilboði liðsins upp á tæpar 68 milljónir punda hafnað

Antony hefur undanfarnar tvær leikvikur verið skilin eftir utan leikmannahóps Ajax í leikjum liðsins í hollensku deildinni en leikmaðurinn hefur margoft ítrekað vilja sinn um að fara frá Ajax.

Talið er að samkomulag Antony við United um kaup og kjör verði ekki mikið vandamál, ef það er ekki nú þegar búið að ná því samkomulagi. Næstu klukkutímar fara í að ganga frá öllum smáatriðum og Antony ætti að verða tilkynntur sem nýr leikmaður Manchester United fyrir næstu helgi en félagaskiptin hafa nú þegar fengið „Here we go“ stimpilinn frá félagaskiptasérfræðinginum Fabrizio Romano.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.