Erlent

Kona og barn skotin á leikvelli í Svíþjóð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sænska lög­reglan rann­sakar nú málið.
Sænska lög­reglan rann­sakar nú málið. getty/bildfokus

Kona og ungt barn voru flutt særð á sjúkrahús eftir að hafa verið skotin á leikvelli í Årby í Eskilstuna, borg vestur af Stokkhólmi. Þau eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglu.

Lögreglan í Svíþjóð staðfesti þetta við sænska Ríkisútvarpið fyrir skömmu. Þar segir einnig að lögreglan hafi hafist handa við umfangsmikla rannsóknarvinnu á vettvangi. Tilkynnt var um árásina klukkan 19:00 að staðartíma og á leikvellinum fundust kona og barn særð en þau hafa nú verið flutt á sjúkrahús.

Johnny Gustavsson, talsmaður lögreglunnar, segir barnið ekki í lífshættu en gefur ekki upp frekari upplýsingar um áverka. Sama á við um konuna sem er ekki lífshættulega særð. Svæðið umhverfis leikvöllin hefur verið girt af og nú er leitað skotmannsins. 

„Við erum núna að safna upplýsingum um vitni og leita til sérfræðinga okkar,“ segir Johnny Gustavsson í samtali við SVT.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×