Ákvað að vera áfram hjá Frankfurt og Man Utd snýr sér að varavaramarkverði Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 14:01 Martin Dúbravka gæti verið á leið til Manchester United. EPA-EFE/NEIL HALL Leit enska knattspyrnuliðsins Manchester United að samkeppni fyrir David De Gea, aðalmarkvörð liðsins, gengur vægast sagt brösuglega. Martin Dúbravka er næsta skotmark eftir að Kevin Trapp ákvað að vera áfram hjá Eintracht Frankfurt. Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira