Aflétti bölvuninni á Anfield með því að pissa á stangirnar Atli Arason skrifar 24. ágúst 2022 23:31 Bruce Grobbelaar vann þrettán titla sem markvörður Liverpool þar af enska meistaratitilinn sex sinnum. Hér fagnar hann Englandsmeistaratitlinum 1990 með mexíkanskan hatt á höfðinu. Vísir/Getty Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool, segir að Liverpool hafi unnið ensku úrvalsdeildina árið 2020 af því að hann aflétti bölvun liðsins með því að míga á markstangirnar á heimavelli Liverpool. Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira