Enski boltinn

Fulham úr leik eftir tap gegn D-deildarliði Crawley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Shane Duffy og félagar hans í Fulham eru úr leik í enska deildarbikarnum.
Shane Duffy og félagar hans í Fulham eru úr leik í enska deildarbikarnum. Mike Hewitt/Getty Images

Það var nóg um að vera í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld þar sem 21 leikur fór fram. Alls komu 13 úrvalsdeildarfélög inn í keppnina á þessu stigi keppninnar, en það vekur kannski mesta athygli að úrvalsdeildarfélagið Fulham er úr leik eftir 2-0 tap geg D-deildarliði Crawley Town.

Tom Nichols og James Balagizi skoruðu sitt markið hvor sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu óvæntan 2-0 sigur.

Crawley er því á leið í þriðju umferð þar sem hin sjö úrvalsdeildarfélögin mæta til leiks, en Fulham er úr leik.

Þá vann Crystal Palace 0-2 sigur gegn C-deildarliði Oxford United og Wolves hafði betur gegn B-deildarliði Preston, 2-1. Nottingham Forest vann öruggan 0-3 útisigur gegn D-deildarliði Grimsby Town, Everton marði C-deildarlið Fleetwood 0-1 og Brentford sigraði D-deildarlið Colchester, 0-2.

Að lokum er tveimur þurftu tvö úrvalsdeildarfélög framlengingu til að komast áfram í næstu umferð. Bournemouth sló Norwich úr leik þar sem liðið vann 2-3 sigur eftir að staðan var jögn, 2-2, að venjuegum leiktíma loknum. Þá þurfti einnig að framleikja leik Stockport County og Leicester, en Leicester vann 0-1 sigur í framlengingu eftir markalausar 90 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×