Liverpool nær varla í tvö lið á æfingum: „Augljóslega ekki í lagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 16:01 Klopp hefur áhyggjur af stöðu mála en Naby Keita er níundi maðurinn á meiðslalista Liverpool sem nær varla í tvö lið á æfingum. Mike Hewitt/Getty Images Naby Keïta var ekki í leikmannahópi Liverpool er liðið tapaði 2-1 fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur staðfest að hann er meiddur, líkt og átta aðrir leikmenn í aðalliði félagsins. Það er ekkert nýtt að Keïta sé meiddur en hann hefur glímt við ítrekuð meiðsli frá því að hann var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2018 fyrir rúmar 50 milljónir punda. Af þeim sökum hefur hann spilað mismikið fyrir liðið og aldrei náð að festa sig í sessi. Hann hafði tækifæri til þess í ljósi mikilla meiðsla hjá félaginu, sér í lagi í hans stöðu á miðsvæðinu, en óvíst er um hversu alvarleg meiðsli er að ræða. Keïta er níundi leikmaðurinn á meiðslalista Liverpool. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Joël Matip eru báðir frá, sem og miðjumennirnir Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara. Þá eru Diogo Jota, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsey einnig meiddir, auk þess sem nýliðinn Darwin Nunez á tvo leiki eftir af þriggja leikja banni sínu eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Crystal Palace í síðustu viku. Þjálfaranum Jürgen Klopp líst illa á stöðuna. „Naby var meiddur. Við þurfum að meta meiðslin en það lítur ekki út fyrir að hann æfi á morgun [í dag, þriðjudag]. Kannski vitum við meira þá en ég er ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik í gær. „Þetta var ekki auðvelt í vikunni þar sem við erum með 15 heila aðalliðsleikmenn á æfingu. Það er augljóslega ekki í lagi,“ sagði Þjóðverjinn enn fremur. Liverpool hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með tvö stig eftir tap fyrir Manchester United í gær. Áður gerði liðið 2-2 jafntefli við Fulham og 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Næsti leikur liðsins er við Bournemouth á Anfield á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Það er ekkert nýtt að Keïta sé meiddur en hann hefur glímt við ítrekuð meiðsli frá því að hann var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2018 fyrir rúmar 50 milljónir punda. Af þeim sökum hefur hann spilað mismikið fyrir liðið og aldrei náð að festa sig í sessi. Hann hafði tækifæri til þess í ljósi mikilla meiðsla hjá félaginu, sér í lagi í hans stöðu á miðsvæðinu, en óvíst er um hversu alvarleg meiðsli er að ræða. Keïta er níundi leikmaðurinn á meiðslalista Liverpool. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Joël Matip eru báðir frá, sem og miðjumennirnir Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara. Þá eru Diogo Jota, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsey einnig meiddir, auk þess sem nýliðinn Darwin Nunez á tvo leiki eftir af þriggja leikja banni sínu eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Crystal Palace í síðustu viku. Þjálfaranum Jürgen Klopp líst illa á stöðuna. „Naby var meiddur. Við þurfum að meta meiðslin en það lítur ekki út fyrir að hann æfi á morgun [í dag, þriðjudag]. Kannski vitum við meira þá en ég er ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik í gær. „Þetta var ekki auðvelt í vikunni þar sem við erum með 15 heila aðalliðsleikmenn á æfingu. Það er augljóslega ekki í lagi,“ sagði Þjóðverjinn enn fremur. Liverpool hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með tvö stig eftir tap fyrir Manchester United í gær. Áður gerði liðið 2-2 jafntefli við Fulham og 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Næsti leikur liðsins er við Bournemouth á Anfield á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira