Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2022 21:06 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44
Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52