Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Trump segir Pútín hafa komið sér á ó­vart

Keith Kellogg hershöfðingi í Bandaríkjaher og Sérstakur ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta kom til Úkraínu í morgun til skrafs og ráðagerða en búist er við því að rætt verði um frekari hernaðarstuðning fyrir Úkraínumenn og hertari refsiaðgerðir gegn Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Harma dauða ráð­herrans en tjá sig ekki um hann

Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti.

Erlent
Fréttamynd

Flügger rann­sakað fyrir brot á við­skipta­þvingunum

Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mig langar að byggja heim með frið og um­lykja með ást

Ég er friðarsinni og hef alltaf verið og tel að við Íslendingar ættum alltaf að tala með og stuðla að friði alls staðar, en það telst ekki fínt í dag að tala fyrir friði oftast erum við úthrópuð sem Pútínisti og eða Trumpisti og flestir leggja ekki í það skítkast sem dynur á manni ef maður lætur sér koma til hugar að tala um frið.

Skoðun
Fréttamynd

Krist­rún missti af fundi með Selenskí

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Orð Krist­rúnar vöktu „gott bros“ Banda­ríkja­for­seta

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Ó­breyttir borgarar féllu í á­rásum Rússa á úkraínskar borgir

Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vá­leg þróun að ríki telji sig ekki þurfa að færa rök fyrir því að beita her­valdi

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir líklegustu sviðsmyndina í heimsmálunum að Íranar bregðist við sprengjuárás Bandaríkjamanna með árás og takmörkun á olíuflutningum. Erlingur segir sviðsmyndina neikvæða og það sé váleg þróun að ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Ísrael telji sig geta beitt hervaldi án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Leið­togi í hvítrússnesku and­spyrnu­hreyfingunni frjáls

Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og einn helsti andstæðingur einræðisstjórnar Alexanders Lúkasjenka hefur verið látinn laus eftir fimm ára fangelsisvist. Hann var í hópi fjórtán pólitískra fanga sem náðaðir voru af Lúkasjenka í dag.

Erlent
Fréttamynd

Finnar draga sig út úr sátt­mála gegn jarðsprengjum

Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi.

Erlent