Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 23:30 Jürgen Klopp vill að Liverpool fái stigin þrjú ef leik liðsins gegn Manchester United verður frestað vegna mótmæla stuðningsmanna United. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna. Í maí á seinasta ári var leik liðanna frestað eftir að stuðningsmenn United marseruðu inn á Old Trafford til að mótmæla eigendum liðsins, Glazer-fjölskyldunni. Nú eru önnur slík mótmæli framundan, en stuðningsmenn liðsins ætla sér einmitt að mótmæla þessum sömu eigendum á mánudagskvöld þegar Liverpool mætir í heimsókn. „Er ég með einhver plön ef leiknum verður frestað? Já, fara bara heim með rútunni,“ sagði Klopp um væntanleg mótmæli. „Ég vona virkilega að það gerist ekki, en ef það gerist þá finnst mér að við eigum að fá stigin.“ Jurgen Klopp says Liverpool should be given the three points if a fan protest causes their game at Manchester United to be called off 🧐 pic.twitter.com/uOuz0t7S9L— GOAL (@goal) August 19, 2022 „Þetta mál kemur okkur ekkert við og ef stuðningsmennirnir vilja ekki að leikurinn fari fram þá er ekki hægt að troða honum bara einhversstaðar inn í nú þegar mjög annasamt tímabil.“ „Fólk segir okkur að þetta verði í lagi, að við munum mæta þarna og vonandi spila leikinn og fara svo heim. En í svona stöðu þá á hitt liðið að fá stigin af því að það lið kemur þessu ekkert við og það lið er búið að undirbúa sig fyrir þennan leik,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Í maí á seinasta ári var leik liðanna frestað eftir að stuðningsmenn United marseruðu inn á Old Trafford til að mótmæla eigendum liðsins, Glazer-fjölskyldunni. Nú eru önnur slík mótmæli framundan, en stuðningsmenn liðsins ætla sér einmitt að mótmæla þessum sömu eigendum á mánudagskvöld þegar Liverpool mætir í heimsókn. „Er ég með einhver plön ef leiknum verður frestað? Já, fara bara heim með rútunni,“ sagði Klopp um væntanleg mótmæli. „Ég vona virkilega að það gerist ekki, en ef það gerist þá finnst mér að við eigum að fá stigin.“ Jurgen Klopp says Liverpool should be given the three points if a fan protest causes their game at Manchester United to be called off 🧐 pic.twitter.com/uOuz0t7S9L— GOAL (@goal) August 19, 2022 „Þetta mál kemur okkur ekkert við og ef stuðningsmennirnir vilja ekki að leikurinn fari fram þá er ekki hægt að troða honum bara einhversstaðar inn í nú þegar mjög annasamt tímabil.“ „Fólk segir okkur að þetta verði í lagi, að við munum mæta þarna og vonandi spila leikinn og fara svo heim. En í svona stöðu þá á hitt liðið að fá stigin af því að það lið kemur þessu ekkert við og það lið er búið að undirbúa sig fyrir þennan leik,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira