Leicester neitar að selja sína bestu menn þrátt fyrir gylliboð Chelsea og Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Newcastle United vill fá James Maddison. EPA-EFE/ANDY RAIN Tveir af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hafa verið orðaðir við Chelsea annars vegar og Newcastle United hins vegar. Leicester neitar hins vegar að selja þó félögin séu tilbúin að greiða morðfjár fyrir leikmennina. Miðvörðurinn Wesley Fofana er eftirsóttur en Thomas Tuchel vill fá hann til Chelsea. Lundúnaliðið hefur tvívegis boðið í leikmanninn en í bæði skiptin hefur tilboðunum verið hafnað. Talið er að Chelsea hafi boðið um 70 milljónir punda í þennan 21 árs gamla varnarmann. „Hann er ekki til sölu, félagið hefur gefið það skýrt út. Nema eitthvað breytist þá býst ég við því að hann verði áfram hér,“ sagði Brendan Rodgers, þjálfari Leicester um málið. Er hann var spurður út í fréttirnar varðandi pirring Fofana og hvort leikmaðurinn vildi fara frá félaginu sagði Rodgers: „Hann hefur ekki beðið um að fá að fara. Hann er frábær strákur, elskaður og dáður af liðsfélögum sínum. Hann er enn að þróa sinn leik og á bara eftir að verða betri.“ Chelsea vill Wesley Fofana.EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fofana er ekki eini leikmaður Leicester sem eftirsóttur en Eddie Howe vill ólmur fá sóknarþenkjandi miðjumanninn James Maddison í sínar raðir. Þessi 25 ára leikmaður var frábær á síðari hluta síðasta tímabils og var Newcastle tilbúið að greiða á milli 45 til 50 milljónir punda til þess að fá Maddison upp til Norður-Englands. Maddison á tvö ár eftir af samning og nú þegar er talað um að Leicester sé tilbúið að bjóða honum lengri og betri samning. Það er því spurning hvað Sádarnir í Newcastle gera en það er deginum ljósara að þeir geta boðið mun hærri laun en Leicester. Leicester City er með eitt stig þegar tveimur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Miðvörðurinn Wesley Fofana er eftirsóttur en Thomas Tuchel vill fá hann til Chelsea. Lundúnaliðið hefur tvívegis boðið í leikmanninn en í bæði skiptin hefur tilboðunum verið hafnað. Talið er að Chelsea hafi boðið um 70 milljónir punda í þennan 21 árs gamla varnarmann. „Hann er ekki til sölu, félagið hefur gefið það skýrt út. Nema eitthvað breytist þá býst ég við því að hann verði áfram hér,“ sagði Brendan Rodgers, þjálfari Leicester um málið. Er hann var spurður út í fréttirnar varðandi pirring Fofana og hvort leikmaðurinn vildi fara frá félaginu sagði Rodgers: „Hann hefur ekki beðið um að fá að fara. Hann er frábær strákur, elskaður og dáður af liðsfélögum sínum. Hann er enn að þróa sinn leik og á bara eftir að verða betri.“ Chelsea vill Wesley Fofana.EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fofana er ekki eini leikmaður Leicester sem eftirsóttur en Eddie Howe vill ólmur fá sóknarþenkjandi miðjumanninn James Maddison í sínar raðir. Þessi 25 ára leikmaður var frábær á síðari hluta síðasta tímabils og var Newcastle tilbúið að greiða á milli 45 til 50 milljónir punda til þess að fá Maddison upp til Norður-Englands. Maddison á tvö ár eftir af samning og nú þegar er talað um að Leicester sé tilbúið að bjóða honum lengri og betri samning. Það er því spurning hvað Sádarnir í Newcastle gera en það er deginum ljósara að þeir geta boðið mun hærri laun en Leicester. Leicester City er með eitt stig þegar tveimur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira