West Ham kaupir þýskan landsliðsmann af PSG Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 22:00 Kehrer með landsleik með þýska landsliðinu í Þjóðardeildinni í júní Getty Images West Ham staðfesti í dag félagaskipti Thilo Kehrer frá franska félaginu PSG. Leikmaðurinn kemur til London fyrir rúmar 10 milljón punda. Kaupverðið getur þó hækkað í 13 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum en West Ham bráðvantaði nýjan miðvörð eftir Nayef Aguerd, miðvörðurinn sem West Ham keypti í sumar fyrir 30 milljónir punda, varð fyrir alvarlegum ökklameiðslum á undirbúningstímabilinu og þarf að fara í aðgerð. Kurt Zouma er eini náttúrulegi miðvörður West Ham sem er heill heilsu í dag en bæði Craig Dawson og Angelo Ogbonna eru á meiðslalistanum ásamt Aguerd. West Ham hafði áður selt miðvörðinn Issa Diop til Fulham fyrr í sumar. Í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur því bakvörðurinn Ben Johnson þurft að spila í miðverði en báðir leikirnir töpuðust, 0-2 tap á heimavelli gegn Manchester City í fyrstu umferð og 1-0 tap á útivelli gegn nýliðum Nottingham Forest. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham varð því að bregðast við og sótti Kehrer til að styrkja varnarlínu sína. Er leikmaðurinn sjöttu kaup West Ham í félagaskiptaglugganum í sumar. Kehrer 25 ára gamall Þjóðverji sem spilaði fyrir Schalke í heimalandinu áður en PSG keypti hann fyrir 31 milljón punda árið 2018. Kehrer á 20 leiki að baki fyrir þýska landsliðið. Næsti leikur West Ham er gegn danska liðinu Viborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld og líklegt þykir að Kehrer fari beint í byrjunarlið West Ham. Introducing summer signing number six... 🇩🇪⚒ pic.twitter.com/okVX305EzS— West Ham United (@WestHam) August 17, 2022 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Kaupverðið getur þó hækkað í 13 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum en West Ham bráðvantaði nýjan miðvörð eftir Nayef Aguerd, miðvörðurinn sem West Ham keypti í sumar fyrir 30 milljónir punda, varð fyrir alvarlegum ökklameiðslum á undirbúningstímabilinu og þarf að fara í aðgerð. Kurt Zouma er eini náttúrulegi miðvörður West Ham sem er heill heilsu í dag en bæði Craig Dawson og Angelo Ogbonna eru á meiðslalistanum ásamt Aguerd. West Ham hafði áður selt miðvörðinn Issa Diop til Fulham fyrr í sumar. Í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur því bakvörðurinn Ben Johnson þurft að spila í miðverði en báðir leikirnir töpuðust, 0-2 tap á heimavelli gegn Manchester City í fyrstu umferð og 1-0 tap á útivelli gegn nýliðum Nottingham Forest. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham varð því að bregðast við og sótti Kehrer til að styrkja varnarlínu sína. Er leikmaðurinn sjöttu kaup West Ham í félagaskiptaglugganum í sumar. Kehrer 25 ára gamall Þjóðverji sem spilaði fyrir Schalke í heimalandinu áður en PSG keypti hann fyrir 31 milljón punda árið 2018. Kehrer á 20 leiki að baki fyrir þýska landsliðið. Næsti leikur West Ham er gegn danska liðinu Viborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld og líklegt þykir að Kehrer fari beint í byrjunarlið West Ham. Introducing summer signing number six... 🇩🇪⚒ pic.twitter.com/okVX305EzS— West Ham United (@WestHam) August 17, 2022
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira