Erlent

A$AP Rocky ákærður fyrir að skjóta á mann

Samúel Karl Ólason skrifar
Raunverulegt nafn A$AP Rocky er Rakim Athelaston Mayers.
Raunverulegt nafn A$AP Rocky er Rakim Athelaston Mayers. Getty/Burak Cingi

Rapparinn A$AP Rocky var í gær ákærður fyrir að miða byssu að fyrrverandi vini sínum í Hollywood í fyrra og hleypa af tveimur skotum. Raunverulegt nafn rapparans er Rakim Athelaston Mayers og er hann 33 ára gamall.

Saksóknara segja Mayers hafa deilt við gamlan vinn sinn í nóvember í fyrra. Rifrildið hafi endað með því að Mayers tók upp byssu og miðaði á þennan vinn sinn fyrrverandi. Hann er svo sagður hafa skotið tveimur skotum að honum og sært hann lítillega.

Mayers og tveir aðrir flúðu af vettvangi og var hann ekki handtekinn fyrr en í apríl á þessu ári. Það var þann 20. apríl og var honum sleppt lausum geng tryggingu sama dag, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar

Rapparinn á að mæta í dómsal á morgun og taka afstöðu gegn sakarefninu.

Saksóknarar segja það að hleypa af skotum úr byssu á almannafæri vera alvarlegt brot og að tvö byssuskot Mayers hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir þann sem rapparinn skaut á og aðra sem hefðu getað orðið fyrir skotum.

Mayers var handtekinn fyrir líkamsárás í Svíþjóð árið 2019 og var hann dæmdur vegna hennar. Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, beitti sér fyrir því að Mayers yrði sleppt úr haldi og honum leyft að fara til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Drengur A$AP- og Ri­hönnu­son kominn í heiminn

Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu.

Sögur af fram­hjá­haldi rapparans sagðar stór­lega ýktar

Hávær orðrómur hefur verið á kreiki í Hollywood um að rapparinn A$AP Rocky, sem réttu nafni heitir Rakim Mayers, og stórsöngkonan Rihanna séu hætt saman eftir framhjáhald rapparans. Þær sögur virðast þó ekki á rökum reistar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.