Lífið

Rihanna svarar 15 spurningum frá A$AP Rocky

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegur dagskráliður hjá Vogue.
Skemmtilegur dagskráliður hjá Vogue.

Tónlistarkonan Rihanna fékk fimmtán spurningar frá rapparanum A$AP Rocky til að svara í dagskrálið hjá YouTube-síðu tímaritsins Vogue.

Liðurinn ber nafnið Face to Face og voru spurningarnar nokkuð skemmtilegar.

Hún fékk til að mynda spurningar á borð við hvað væri hennar uppáhalds blótsyrði, uppáhalds varan sem hún kaupir á undir tuttugu dollara, hvort hún vilji vera með regnhlíf eða í jakka og margar fleiri skemmtilegar spurningar.

Tónlistarmennirnir hlógu í gegnum allt myndbandi eins og sjá má hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.