Lífið

A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar

Árni Sæberg skrifar
Alls óvíst er hvort A$AP Rocky sé jafnglaður í dag og hann var í febrúar þegar þessi mynd var tekin.
Alls óvíst er hvort A$AP Rocky sé jafnglaður í dag og hann var í febrúar þegar þessi mynd var tekin. Mike Coppola/Getty Images

Rapparinn A$AP Rocky var handtekinn á flugvelli í Los Angeles í gær, grunaður um að hafa skotið kunningja sinn í fyrra.

A$AP Rocky var handtekinn þegar hann steig frá borði einkaflugvélar á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles, en hann var á leið frá Barbados þar sem hann hafði dvalið með kærustu sinni, stórstjörnunni Rihönnu. NBC Los Angeles greinir frá.

Hann hafði sætt rannsókn um nokkurt skeið í tengslum við skotárás sem var framin í byrjun nóvember í fyrra. Fórnarlambið sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að rapparinn hafi undið sér upp að honum úti á götu með skammbyssu í hönd. Hann hafi hleypt af þremur eða fjórum skotum og eitt þeirra hafi hæft hann í vinstri hönd.

Í frétt AP um málið segir að Rocky og hinn skotni hafi verið málkunnugir og að skotárásin hafi verið afleiðing deilna milli þeirra.

Ekki í fyrsta sinn sem Rocky brýtur af sér

A$AP Rocky er ekki ókunnugur laganna vörðum en árið 2019 vakti heimssathygli þegar hann var handtekinn fyrir líkamsárás í Svíþjóð. Hann var látinn sæta gæsluvarðhaldi um langa hríð og Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, beitti sér fyrir því að hann yrði látinn laus.

Fór svo á endanum að hann var sakfelldur og dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.


Tengdar fréttir

Sögur af fram­hjá­haldi rapparans sagðar stór­lega ýktar

Hávær orðrómur hefur verið á kreiki í Hollywood um að rapparinn A$AP Rocky, sem réttu nafni heitir Rakim Mayers, og stórsöngkonan Rihanna séu hætt saman eftir framhjáhald rapparans. Þær sögur virðast þó ekki á rökum reistar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.