Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:00 Cristiano Ronaldo er ekki enn komið á blað á leiktíðinni. EPA-EFE/Peter Powell Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30