Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 16:00 Cristiano Ronaldo er vinalaus ef marka má fréttir The Athletic. EPA-EFE/Peter Powell Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils Man United vegna persónulegra ástæðna, eða það var ástæðan sem félagið gaf upp. Þá vildi hann einnig yfirgefa félagið til að geta spilað í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þrátt fyrir allt það vildi Erik ten Hag, þjálfari Man United, halda í kappann enda var hinn 37 ára gamli Ronaldo þrátt fyrir allt langmarkahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Það hefur þó ekki gengið sem skyldi, Man United hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo baðar út höndunum og lýsir yfir pirring sínum ótt og títt. Það gerir hann einnig á æfingasvæðin en hann ku ekki vera sáttur með hápressu aðferðafræði Ten Hag. Inside #mufc @TheAthleticUK: ETH changing mind on Ronaldo, more open to exit but still no offers CR eaten lunch alone rather than with team mates Vardy striker target Players knew plan/XI for Brentford on Weds, with exception of Varane v Maguire https://t.co/44CEs4GAlX— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 15, 2022 Þá hefur miðillinn The Athletic heimildir fyrir því að Ronaldo sé ítrekað einn í matsal félagsins en á síðustu leiktíð var hann hrókur alls fagnaðar er hann gekk í raðir félagsins á ný. Þó Man United hafi þvertekið fyrir fréttaflutning Sky Sports um að félagið sé að íhuga að rifta samning hins nærri fertuga Ronaldo þá virðist sem Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Því miður fyrir félagið, og hann, hefur ekkert af stórliðum Evrópu áhuga á að fá hann og því litlar sem engar líkur á að hann skori mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð eða komandi leiktíðum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Utan vallar: Svartnættið í Manchester Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils Man United vegna persónulegra ástæðna, eða það var ástæðan sem félagið gaf upp. Þá vildi hann einnig yfirgefa félagið til að geta spilað í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þrátt fyrir allt það vildi Erik ten Hag, þjálfari Man United, halda í kappann enda var hinn 37 ára gamli Ronaldo þrátt fyrir allt langmarkahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Það hefur þó ekki gengið sem skyldi, Man United hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo baðar út höndunum og lýsir yfir pirring sínum ótt og títt. Það gerir hann einnig á æfingasvæðin en hann ku ekki vera sáttur með hápressu aðferðafræði Ten Hag. Inside #mufc @TheAthleticUK: ETH changing mind on Ronaldo, more open to exit but still no offers CR eaten lunch alone rather than with team mates Vardy striker target Players knew plan/XI for Brentford on Weds, with exception of Varane v Maguire https://t.co/44CEs4GAlX— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 15, 2022 Þá hefur miðillinn The Athletic heimildir fyrir því að Ronaldo sé ítrekað einn í matsal félagsins en á síðustu leiktíð var hann hrókur alls fagnaðar er hann gekk í raðir félagsins á ný. Þó Man United hafi þvertekið fyrir fréttaflutning Sky Sports um að félagið sé að íhuga að rifta samning hins nærri fertuga Ronaldo þá virðist sem Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Því miður fyrir félagið, og hann, hefur ekkert af stórliðum Evrópu áhuga á að fá hann og því litlar sem engar líkur á að hann skori mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð eða komandi leiktíðum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Utan vallar: Svartnættið í Manchester Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30
Utan vallar: Svartnættið í Manchester Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. 12. ágúst 2022 10:00