Enski boltinn

Segja Ron­aldo sitja einan í kaffi­teríunni og að hann sé ekki hrifinn af að­ferða­fræði Ten Hag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cristiano Ronaldo er vinalaus ef marka má fréttir The Athletic.
Cristiano Ronaldo er vinalaus ef marka má fréttir The Athletic. EPA-EFE/Peter Powell

Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum.

Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils Man United vegna persónulegra ástæðna, eða það var ástæðan sem félagið gaf upp. Þá vildi hann einnig yfirgefa félagið til að geta spilað í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þrátt fyrir allt það vildi Erik ten Hag, þjálfari Man United, halda í kappann enda var hinn 37 ára gamli Ronaldo þrátt fyrir allt langmarkahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Það hefur þó ekki gengið sem skyldi, Man United hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo baðar út höndunum og lýsir yfir pirring sínum ótt og títt. Það gerir hann einnig á æfingasvæðin en hann ku ekki vera sáttur með hápressu aðferðafræði Ten Hag.

Þá hefur miðillinn The Athletic heimildir fyrir því að Ronaldo sé ítrekað einn í matsal félagsins en á síðustu leiktíð var hann hrókur alls fagnaðar er hann gekk í raðir félagsins á ný. Þó Man United hafi þvertekið fyrir fréttaflutning Sky Sports um að félagið sé að íhuga að rifta samning hins nærri fertuga Ronaldo þá virðist sem Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. 

Því miður fyrir félagið, og hann, hefur ekkert af stórliðum Evrópu áhuga á að fá hann og því litlar sem engar líkur á að hann skori mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð eða komandi leiktíðum.


Tengdar fréttir

Reiður Ten Hag lét leik­menn Man Utd hlaupa í steikjandi hita

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður.

Utan vallar: Svart­nættið í Manchester

Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.